Fara í leit

Retina Ísland (RP-deild)

Stjórn Retina Ísland:

Sigþór U Hallfreðsson, formaður
Kristinn Halldór Einarsson 
Elín Bjarnadóttir
Haraldur Matthíasson
Alexander Hrafnkelsson

Retinitis Pigmentosa

RP-deildin er sameiginlegur vettvangur allra þeirra sem hafa greinst með augnsjúkdóminn Retinitis Pigmentosa eða RP.

Aðild að deildinni er opin öllum sem vilja leggja sitt af mörkum í stuðningi við einstaklinga með RP, eða að styðja rannsóknir sem miða að því að finna meðferðir við RP.  Aðild að Blindrafélaginu er þannig ekki forsenda þess að eiga aðild að RP-deildinni. Þeir sem vilja sækja fræðslufundi og annað sem RP deildin stendur fyrir þurfa því ekki að vera félagsmenn í Blindrafélaginu, allir velkomnir, t.a.m. aðstandendur og vinir þeirra sem búa við þennan augnsjúkdóm.

Áhersla er lögð á að koma upplýsingum á framfæri við félagsmenn um það sem er nýjast að gerast í rannsóknum og meðferðartilraunum sem í gangi eru á hverjum tíma. Reglulega eru haldnir fundir þar sem einstaklingum gefst kostur á að bera samna bækur sínar og sækja stuðning og félagsskap. 

Deildin tekur þátt í alþjóðlegu samstarfi RP International og sóttar eru ráðstefnur sem fjalla um RP og aðra tengda sjúkdóma.
Smella hér til að fara inn á vef RP International.

Þeir sem vija gerast félagar í RP-deildinni sendi póst á khe@blind.is.

Áhugavert efni

Grein um RP eftir Guðmund Viggósson augnlækni á Mbl.is frá 2001. Smella hér.

Gein um RP á vef Sjónlags. Smella hér.

Fyrirlestur: Árangur tveggja áratuga rannsókna á sjónhimnusjúkdómum. (Retina Disorder RD) 1990-2010. Smella hér.

Fleiri vísindagreinar. Smella hér.

RP Tenglar

Hér má finna tengla inn á áhugaverðar síður fyrir þá sem vilja afla sér meiri upplýsinga um RP.

Lesa meira

Reglugerð Retina Ísland - Retina deildar Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

Tillaga að reglugerð sem verður til afgreiðslu á aðslfundi þann 11 maí kl. 18:00. Fundurinn verður haldinn að Hamrahlíð 17.

Lesa meira