Fara í leit

Ungblind

Ungblind er vettvangur unga fólksins í Blindrafélaginu

Meginhlutverk Ungblind er fræðsla, félagsstarf, skemmtanir og jafningjastuðningur fyrir félagsmenn en Ungblind er ætluð blindum og sjónskertum einstaklingum á aldrinum 16 - 30 ára.

Unggblind stendur fyrir margskonar uppákomum, svo sem veitingahúsaferðum, innanhússskemmtunum og fræðslu af ýmsu tagi. Á hálfs árs fresti eru farnar dagsferðir þar sem er kjörið tækifæri fyrir blind og sjónskert ungmenni til að kynnast og efla ný tengsl sín á milli.

Ungblind tekur þátt í erlendum samstarfsverkefnum t.d. norrænum sumarbúðum blindra og sjónskertra ungmenna.

Einnig erum við með hóp á Facebook sem hægt er að skrá sig í hér.

Einnig er hægt að finna Instagram síðu Ungblind hér.

Stjórn Ungblind:

Sigríður Hlín Jónsdóttir, formaður
Áslaug Ýr Hjaratardóttir
Helga Dögg Heimisdóttir
Íva Marin Adrichem