Fara í leit

Bakhjarlar Blindrafélagsins

Á bilinu 80 – 90 prósent þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu þarf félagið að afla sjálft. Bakhjarlar Blindrafélagsins gegna þar mjög mikilvægu hlutverki og geta þeir valið á milli fjögurra þrepa. 

Í fyrsta þrepi greiða þeir sem nemur einu félagsgjaldi á ári, í öðru þrepi sem nemur tveimur félagsgjöldum, í þriðja þrepi sem nemur fjórum félagsgjöldum og í efsta þrepi er greitt félagsgjald mánaðarlega. Mismunandi hlunnindi fylgja hverju þrepi fyrir sig.

Bakhjarl - 1 þrep (Acquaintances)

Hlunnindi: Sjóntrygging, afsláttur af vörum Blindravinnustofunnar.

Verð: 3.500 kr.

Bakhjarl - 2 þrep (Friends)

Hlunnindi: Sjóntrygging fyrir tvo, afsláttur af vörum Blindravinnustofunnar.

Verð: 7.000 kr.

Bakhjarl - 3 þrep (Best friends)

Hlunnindi: Sjóntrygging fyrir 4, félagsafsláttur af vörum Blindrafélagsins og Blindravinnustofunnar.

Verð: 14.000 kr.

Bakhjarl - Efsta þrep (Major donors)

Hlunnindi: Sjóntrygging fyrir 4, félagsafsláttur af vörukaupum hjá Blindrafélaginu og Blindravinnustofunni, tveir fríir happdrættismiðar í hverju happdrætti félagsins, frí þríkrossinn að gjöf eftir 5 ár og sérstök viðurkenning frá félaginu eftir 10 ár.

Verð: 3.500 kr. á mánuði


Skráning fer fram á blind@blind.is eða í síma 525-0000