Fara í leit

Ný tilraunameðferð við RP

Á undanförnum áraum hafa tilraunir gefið til kynna að hugsanlega megi hægja á hrörnunarferlinu í sjónhimnunni með því að gefa sjónhimnunni örvun með rafeindapúlsum.

Sýnt hefur verið fram á jákvæð virkni rafeindapúlsameðferða í mörgum dýratilraunum.

Frumtilraun á einstaklingum með RP sem gerð var við augnlæknadeild Háskólans í Tubigen, undir stjórn Prófessors Florian Gekeler sýndi fram á bæði öryggi meðferðarinnar og jákvæða svörun. Það voru 24 einstaklingar sem tóku þátt í rannsókninni, allir með RP og í byrjun  hrörnunarferlisins. Þátttakendum var skipað í þrjá hópa eftir tilviljunarkenndri röð. Fyrsti hópurinn fékk rafpúlsa án straum (sham), annar hópurinn fékk 66% af einstaklingsbundnum mældum gildum (individual phosphene threshold ) og þriðji hópurinn og þriðji hópurinn fékk 150% af einstaklingsbundnum mældum gildum. Einstaklingsbundin mæld gildi eru minnsti straumur sem mælist sem glampi í auganu og er mismunandi milli einstaklinga. Tilraunin var framkvæmd þannig að rafeindapúlsar voru gefnir í 30 mínútur, einu sinni í viku, sex vikur samtals. Hópurinn sem fékk 150% þá mældust 8 af 18 mældum parametrum vera stöðugir, aðrir 8 höfðu sýndu merki um bætingu, án þess að það væri tölfræðilega marktækt. Sjónsviðsmælin (Goldman III/4e target size)) sýndi hinsvegar fram á töluverða bætingu. Í hinum tveimur hópunum var ekki hægt að merkja neinar breytingu eða tilhneigingu.

Þessar niðurstöður eru að mati rannsakenda mjög jákvæðar og gefa ástæðu til að halda þessum rannsóknum áfram.

 Á haustmánuðum munu nýjar rannsóknir verða settar í gang. Ein stór við Augndeild Háskólans í Tubigen, með 150 þátttakendum og svo verða einnig settar í svokallaðar „Open Label“ rannsóknir meðal annars í Noregi undir stjórn Ragnheiðar Bragadóttur og einnig við Háskólann í Kaupmannahöfn. Blindrafélagið hefur leitað eftir samstarfi við Augndeild Landsspítalans Háskólasjúkrahúss um að skoðað verði að setja upp slíka rannsókn hér á landi.

Fréttatilkynningu á ensku í pdf skrá um tilraunina má lesa hér:

Hér má skoða heimasíðu Okuvision sem framleiðandi búnaðarin sem notaður er við meðferðina.