Fara í leit

Ráðstefna um rafræna þjónustu og upplýsingaaðgengi. 

Ráðstefna Blindrafélagsins.

22.06.2017

Þann 12. september mun Blindrafélagið efna til ráðstefnu þar sem farið verður yfir stöðuna í rafrænni þjónustu og upplýsingaaðgengi með hliðsjón af lagalegum skyldum og stefnumótun hins opinbera og einkaaðila.

Þann 12. september mun Blindrafélagið efna til ráðstefnu þar sem fari verður yfir stöðuna í rafrænni þjónustu og upplýsingaaðgengi með hliðsjón af lagalegum skyldum og stefnumótun hins opinbera og einkaaðila.. Það er aðgengisteymi Blindrafélagsins sem vinnur að skipulagningu ráðstefnunnar.

Dagskrárdrögin sem nú liggja fyrir eru eftirfarandi:

 09:00  Setning ráðstefnunnar.
            Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins.

09:10   Aðgengisstaðlar, löggjöf og stefnur.
            Birkir Rúnar Gunnarsson fer yfir mikilvægi þess að fyrirtæki og stofnanir seti sér stefnur og      
            fylgist með aðgengisstöðlum við viðhald og vinnslur á sínum þjónustum og vefsíðum.

09:40   Stjórnarráðsvefurinn og ESB löggjöfin.
            Björn Sigurðsson og Oddur Þorri hjá Stjórnarráði Íslands fara yfir nýjan vef stjórnarráðsins, ESB löggjöfina               og áhrif hennar.

10:10   Notendaupplifun.
            Rósa María Hjörvar sýnir hvernig slæmt og gott aðgengi hefur áhrif á notendur.

10:40   Notendaprufur og aðgengisprófanir.
            Jóhanna Símonardóttir og Sigrún Þorsteinsdóttir hjá Sjá kynna hvernig farið er yfir          
            aðgengisstaðla og mikilvægi þess að gera notendaprófanir á heimasíðum.

11:10   Stefnumál Reykjavíkurborgar og rafrænt aðgengi.
            Edda Jónsdóttir og Hreinn Hreinsson hjá Reykjavíkurborg fara yfir stefnur Reykjavíkurborgar í                                 aðgengismálum.

11:40   Stefna í rafrænu aðgengi.
            Verið er að athuga með að fá kynningu frá einum af stóru bönkunum. Staðfesting liggur ekki  fyrir.

12:10   Ráðstefnulok og veitingar.

Sigþór U. Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins slítur ráðstefnunni.

Ráðstefnan er gjaldfrjáls og öllum opin. Skráning er á blind.is eða í síma 525 0000.

Þann 13. september mun aðgegnisteymi Blindrafélagins svo standa fyrir vinnustofu að Hamarahlíð 17 fyrir forritara þar sem að leiðbeint verður um atriði sem að skipta máli til að rafrænt aðgengi sé í samrræmi við gildandi reglur og staðla.