Fara í leit

Félagsmálaráðherra í heimsókn.

29.06.2017

Félagsmálaráðherra, Þorsteinn Víglundsson, kom og heimsótti Hamrahlíð 17 og kynnti sér þá góðu starfsemi sem þar fer fram.

 Hann var kynntur fyrir fjölbreyttri starfsemi Blindrafélagsins af starfsfólki félagsins, svo heimsótti hann Blindravinnustofuna og fékk kynningu á starfsemi  hennar, auk þess var Þjónustu og þekkingarmiðstöðin fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga heimsótt og kynnt. 

Mynd af hópnum Ingólfur rekstrarstjóri Blinravinustofunnar, Karl Pét­ur, aðstoðarmaður ráðherra, Kristinn Halldór, framkvæmdarstjóri Blindrafélagsins, Benjamín, Fagstjóri sérkennsluráðgjafar og framleiðsludeildar, Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, Sigþór Unnsteinn, formaður Blindrafélagsins og Þorbjörg Gunnarsdóttir, forstjóri Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga.