Fara í leit

Blindrafélagið auglýsir eftir umsjónarmanni Opins húss.

06.10.2017

Blindrafélagið auglýsir eftir starfsmanni til að hafa umsjón með opnu húsi auk þess að sinna öðrum tilfallandi verkefnum. 


Um er að ræða 50% starf sem stefnt er að því að ráða í frá og með 1. nóvember. Leitað er eftir einstaklingi sem er tölvufær, býr yfir góðri samskipta og félagsfærni og á auðvelt með að eiga jákvæð samskipti við fólk.

Opið hús hjá Blindrafélaginu er á þriðjudögum og fimmtudögum frá kl 13:00 – 15:00.. Jafnframt er 3 – 4 sinnum á vetri opið hús á laugardögum. Umsjón með opnu húsi felst meðal annars í því að halda utan um og skipuleggja dagskrá opna hússins.

Nánari upplýsingar veitir Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri.

Umsóknafrestur rennur út 20 október og skulu umsóknir sendast á khe@blind.is<mailto:khe@blind.is>.