Fara í leit

Hjálpartæki

Smáhjálpartækjasala Blindrafélagsins

Á skrifstofu Blindrafélagsins er verslun með smáhjálpartæki. Þar eru seldar vörur eins og spil, úr, klukkur, vogir, ljós, eldhúsáhöld, leikföng og fleira. Stærsti hlutinn af smáhjálpartækjunum kemur frá RNIB í Bretlandi.

Hjálpartækjaleiga Blindrafélagsins

Tilgangurinn með hjálpartækjaleigu Blindrafélagsins er að bjóða skólum og vinnustöðum upp á möguleika á því að leigja dýr hjálpartæki fyrir blinda og sjónskerta nemendur og starfsmenn.

Mörg þeirra hjálpartækja sem blindir og sjónskertir nemendur þurfa á að halda til að geta stundað nám eða starf eru dýr í innkaupum, en aðgengi að hjálpartækjum getur skipt sköpum varðandi nám eða atvinnuþátttöku blindra og sjónskertra einstaklinga.  

Núgildandi fyrirkomulag gerir í aðalatriðum ráð fyrri því að bæði skólar og vinnustaðir kaupi þau hjálpartæki sem þörf er á. Sú staða getur hæglega komið upp,  eftir að nemandi er búinn í námi, eða ef starfsmaður hættir störfum, þá sitji skólar eða vinnustaðir upp með dýr hjálpartæki, án þess að þau komi að nokkru gagni.  Slíkt leiðir til verðmætasóunar.

Hjálpartækjaleigu Blindrafélagsins er ætlað að auðvelda bæði skólum og vinnustöðum að láta blindum og sjónskertum nemendum sínum og starfsmönnum í té þau hjálpatæki sem þeim eru nauðsynleg til að geta stundað nám eða sinnt starfi sínu.

Almennt mun fyrirkomulagið verða með þeim hætti að byrjað verður á að skilgreina og velja tækið og gera leigusamning til að a.m.k. árs. Tækið mun síðan verða flutt til landsins og afhent leigutaka. Við útreikning á leigugjaldi verður gert ráð fyrir því að tækið borgi sig upp á 3 - 5 árum, 3 - 5 árum, allt eftir eðli, uppfærslutíðni og notagildi tækjanna..

Leigugjald verður innheimt mánaðarlega.