Fara í leit

Upplýsingar fyrir aðstandendur

Að vera aðstandandi einstaklings sem er blindur eða sjónskertur, eða í því ferli að tapa sjón er staða sem mörgum finnst vera erfið. Á vettvangi Þjónustu- og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga eru haldin námskeið sem ætlað er að aðstoða fjölskyldur til að aðlagast þeirri breytingu sem er því samfara þegar fjölskyldumeðlimur verður alvarlega sjónskertur eða blindur.  Smella hér til að fara inn á vef miðstöðvarinnar.

Blindrafélagið gegnir mjög mikilvægu hlutverki í því að berjast fyrir bættri þjónustu við blinda og sjónskerta einstaklinga. Það sýnir sagan svo ekki verður um villst. Félagið heldur jafnframt úti mikilvægri starfsemi sem nýtist félagsmönnum. Blindrafélagið hefur í gegnum árin notið mikils velvilja og fjárhagslegs stuðnings bæði einstaklinga og fyrirtækja og er ekki síst því að þakka hvað félagið hefur staðið fyrir öflugri starfsemi.

Þeir sem vilja styrkja starfsemi félagsins geta gert það annaðhvort með því að gerast Góðvinir eða Styrktarfélagar Blindrafélagsins. Sjóðurinn Blind börn á Íslandi er einnig valkostur fyrir þá sem vilja sérstaklega styrkja verkefni sem snúa að börnum.