Fara í leit

Upplýsingar sem snúa að börnum og ungmennum

Foreldradeild Blindrafélagsins er vettvangur fyrir foreldra barna sem eru blind eða sjónskert. Smella hér til að fara inn á heimasíðu foreldradeildarinnar.

Sjóðurinn Blind börn á Íslandi, sem er í vörslu Blindrafélagsins, hefur það hlutverk að styrkja blind og sjónskert börn, allt að átján ára aldri, til kaupa á ýmsu því sem getur orðið þeim til aukins þroska og ánægju í lífinu. Þar á meðal eru sérhönnuð leikföng, leiktæki, hljóðfæri, tölvur og annað sem opinberir aðilar styrkja ekki foreldra til kaupa á. Smella hér til að fá nánari upplýsingar um sjóðinn.

Ungblind (Ungmennadeild Blindrafélagsins) er vettvangur unga fólksins í Blindrafélaginu til að hittast, ræða sameiginleg mál, miðla reynslu og ekki síður til að skemmta sér saman.
Smella hér til að fá frekari upplýsingar um Ungblind.