Fara í leit

Leiðsöguhundar fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga

Blindrafélagið í samstarfi við Heilbrigðisráðuneytið og með öflugum stuðningi Lions hreifingarinnar á Íslandi, flutti inn frá Noregi 4 leiðsöguhunda fyrir blinda og sjónskerta einstaklinga haustið 2008. Í dag eru alls starfandi sex leiðsöguhundar á Íslandi.

Úthlutun leiðsöguhunda fyrir blinda er nú á verksviði Þjónustu og þekkingarmiðstöðvar fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga og eru leiðsöguhundar skilgreindir sem hjálpartæki.

Stefna hefur verið sett á að úthluta að minnsta kosti tveimur leiðsöguhundum á ári. Enn það er brýn þörf á að fjölga leiðsöguhundum hér á landi. Til að hér á landi væru hlutfallslega jafnmargir leiðöguhundar og í Noregi þyrftu þeir að vera um 20.

Blindrafélagið telur mikilvægt að tryggja stöðugt framboð leiðsöguhunda fyrir blinda hér á landi, eins og raunin er í nágrannalöndum okkar, enda hafa þeir margsannað mikilvægi sitt. Af þeim sökum stendur Blindrafélagið fyrir fjáröflunum með útgáfu dagatals með myndum og upplýsiingum um leiðsöguhunda fyrir blinda. Dagatalið er sent heim til allra velunnara félagsins. Hægt er að fá dagatalið keypt hjá Blindrafélaginu.

Leiðsöguhundadagatal  Blindrafélagsins 2017.

Upplýsingabæklingur um leiðsöguhunda gefinn út af Blindraféalginu. Pdf snið 3 Mb

Lesa spurningar og svör um ferlið eins og það var þegar hundarnir fjórir voru fluttir til landsins.