Fara í leit

Viðburðir

27.10.2017, kl.17:00 Tilkynningar

Kótelettukvöld!


Við ætlum að hafa kótelettukvöld í Blindrafélaginu, föstudaginn 27. október næstkomandi. Í forrétt verður sjávarréttasúpa og snittubrauð en í aðalrétt verða lambakótelettur í raspi með kartöflum, rauðkáli og grænum baunum. Dagskráin um kvöldið verður ansi skemmtileg. Við ætlum að fá í heimsókn félagsmenn sem eru tónlistarfólk og ætla þeir að skemmta okkur á meðan við borðum. Við hvetjum ykkur öll að kíkja í Hamrahlíðina þetta kvöld og hafa það gaman með okkur. Veislustjóri verður enginn annar en blokkflautuskáldið Gísli Helgason.
 
Verðið er 4.000 kr. og mun húsið opna klukkan 17:00 og maturinn byrjar um 18:30.
 
Skráning fer fram á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða með að senda tölvupóst á netfangið afgreidsla@blind.is.
 
Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Bestu kveðjur,
Skemmtinefnd.