Fara í leit

Viðburðir

06.10.2017, kl.13:00 - 18:00 Tilkynningar

Haustferð Opins Húss

Hin árlega haustferð Opins húss verður farin föstudaginn 6. október. Í þetta sinn er förinni heitið austur á Hvolsvöll. Þegar komið verður á áfangastað byrjum við á að fá okkur kaffi og kruðerí, síðan verður nýja eldstöðvasafnið, Lavacenter, skoðað. Þaðan verður ekið í átt til Reykjavíkur og snæddur kvöldverður á leiðinni.

Allir félagsmenn Blindrafélagsins og þeirra aðstandendur velkomnir.

Lagt verður af stað frá Hamrahlíðinni kl. 13:00.

Skráning í ferðina er á skrifstofunni í síma 525-0000.