67+ hópur boðar til fundar

Hér er áríðandi tilkynning sem sérstaklega er beint til félagsmanna Blindrafélagsins sem eru 67 ára eða eldri.

67+ hópur Blindrafélagsins boðar til fundar í sal félagsins fimmtudaginn 16. janúar klukkan 16:00.

Fulltrúar Þekkingar- og þjónustumiðstöðvarinnar fjalla um ýmis úrræði sem eru í boði vegna tölvumála blindra og sjónskertra auk mála sem snerta þennan hóp. Þá ræða starfsmenn Blindrafélagsins um nýjungar sem eru á döfinni og gagnast ýmsum.

Við væntum þess að þetta verði skemmtilegur fundur og fræðandi. Allir félagsmenn eru hjartanlega velkomnir á fundinn.

Hlökkum til að hitta ykkur.
67+ hópurinn.