Aðalfundur Blindrafélagsins

Aðalfundur Blindrafélagsins 11. maí.

Aðalfundur Blindrafélagsins, sem boðaður var 12. apríl síðastliðinn, verður haldinn laugardaginn 11. maí 2019 í samkomusal félagsins að Hamrahlíð 17 og hefst hann kl. 13:00.

Dagskrá aðalfundar:

1. Fundarsetning.
2. Kynning fundarmanna.
3. Kosning fundarstjóra og fundarritara.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.
5. Inntaka nýrra félaga.
6. Látinna félaga minnst.
7. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á síðastliðnu ári.
8. Afgreiðsla ársreikninga félagsins og sjálfstæðra rekstrareininga.
9. Kosning tveggja aðalmanna og tveggja varamanna í stjórn.
10. Ályktunartillögur stjórnar.
11. Veiting Gulllampa Blindrafélagsins (klukkan 15:30-16:00, öðrum dagskrárliðum hliðrað til).
12. Árstillag félagsmanna og gjalddagi þess.
13. Kosning í kjörnefnd.
14. Aðalfundur ákveður laun stjórnarmanna.
15. Önnur mál.

Fundargerð síðasta aðalfundar er hægt að nálgast á miðlum félagsins. Fundargerðin er lesin á Völdum greinum (7. tölublað 44. árgangs) og einnig í Vefvarpinu undir liðnum efni frá Blindrafélaginu, fundargögn vegna aðal og félagsfunda, fundargerðir, núverandi útgáfa. Einnig er hægt að lesa fundargerðina á heimasíðu félagsins.

Félagsmenn eru beðnir að kynna sér fundargerðina fyrir komandi aðalfund.

Í framboði til stjórnar eru:

  • Arnþór Helgason.
  • Guðmundur Rafn Bjarnason.
  • Hlynur Þór Agnarsson.
  • Kaisu Hynninen.
  • Rósa Ragnarsdóttir.
  • Rúna Ósk Garðarsdóttir.

Hægt er að hlusta á kynningar frambjóðenda í Völdum greinum (8. tölublað, 44. árgangur).

Hægt er að lesa nánar um reglur um kosningar í stjórn Blindrafélagsins á aðalfundi 2019 á heimasíðu félagsins og í Völdum greinum (8. tölublað, 44. árgangur).

Ársskýrslur og reikningar félagsins eru í Vefvarpinu undir liðnum Efni frá Blindrafélaginu, fundargögn vegna aðal og félagsfunda, skýrslur, núverandi útgáfa. Ársskýrsluna er einnig hægt að hlusta á og lesa á heimasíðu félagsins.