Bítlasyrpa - Föstudagskemmtun

Föstudaginn 5. apríl næstkomandi stendur skemmtinefndin fyrir skemmtikvöldi í salnum okkar í Hamrahlíð 17.

Þetta kvöld ætlum við að borða, spila og syngja saman. Húsið opnar klukkan 17:00 og kemur Grillvagninn og setur upp hamborgaraveislu sem hefst um klukkan 18:30.

Eftir matinn, eða milli 19:30 og 20:00 koma gestir til okkar sem ætla að spila fyrir okkur lög eftir Bítlana. Þeir sem kunna lögin og vilja taka þátt í spilamennskunni eru hvattir til að setja sig í samband við hann Gísla Helgasson og senda póst á gisli@hljodbok.is.

Á eftir Bítlasyrpunni ætla góðir vinir okkar að mæta með gítara og önnur hljóðfæri og ætlum við að syngja saman fram á kvöldið.

Miðaverðið er 2.000 kr. fyrir manninn og er miðasala hafinn í afgreiðslu félagsins. Athugið breytt fyrirkomulag á skráningu á þessa skemmtun, en greiðsla fer fram þegar skráning er gerð. Hægt er að kaupa miða í afgreiðslu félagsins með kreditkorti, pening eða að fá reikning í heimabanka og getur hver félagsmaður tekið með sér allt að tvo gesti.

Miðasölu líkur miðvikudaginn 3. apríl á hádegi. Við hvetjum ykkur að kaupa miða sem fyrst.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Skemmtinefnd.