Bítlasyrpa - Föstudagskemmtun

Föstudaginn 5. apríl næstkomandi stendur skemmtinefndin fyrir skemmtikvöldi í salnum okkar í Hamrahlíð 17.

Þetta kvöld ætlum við að borða, spila og syngja saman. Húsið opnar klukkan 17:00 og kemur Grillvagninn og setur upp hamborgaraveislu sem hefst um klukkan 18:30.

Eftir matinn, eða milli 19:30 og 20:00 koma gestir til okkar sem ætla að spila fyrir okkur lög eftir Bítlana. Allir eru kvattir til að syngja með og hér er hægt að finna lagalistann og textanna af lögunum sem verða flutt, og hér er hlekkur á lagalistann hjá Spotify.

Á eftir Bítlasyrpunni ætla góðir vinir okkar að mæta með gítara og önnur hljóðfæri og ætlum við að syngja saman fram á kvöldið.

Miðaverðið er 2.000 kr. fyrir manninn og er miðasala hafinn í afgreiðslu félagsins. Athugið breytt fyrirkomulag á skráningu á þessa skemmtun, en greiðsla fer fram þegar skráning er gerð. Hægt er að kaupa miða í afgreiðslu félagsins með kreditkorti, pening eða að fá reikning í heimabanka og getur hver félagsmaður tekið með sér allt að tvo gesti.

Miðasölu líkur miðvikudaginn 3. apríl á hádegi. Við hvetjum ykkur að kaupa miða sem fyrst.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.
Skemmtinefnd.