Bókmenntaklúbbur

Bókmenntaklúbburinn hittist næst þriðjudaginn 21. janúar 2020 í salnum á annarri hæð.

Við byrjum klukkan tuttugu mínútum fyrir fjögur og hættum tíu mínútum yfir fimm. Bókin sem við ætlum að ræða um heitir Hvíti dauði eftir Ragnar Jónasson.

Allir eru velkomnir í bókmenntaklúbbinn.

Ég óska klúbbfélögum og öllum félagsmönnum og starfsfólki Blindrafélagsins gleðilegrar jólahátíðar og gæfuríks nýárs. Þakka árið sem er að líða og allt gott á liðnum árum.

Kær kveðja,
Brynja Arthúrsdóttir.