Hádegissjall

Fyrsta hádegisspjall ársins verður miðvikudaginn 30. janúar næstkomandi og hefst að vanda klukkan 12:10. Að þessu sinni er ætlunin að spjalla saman um fyrirbærið starfsgetumat og yfirvofandi breytingar á almannatryggingakerfinu. Það er ljóst að það er mikið undir og hart tekist á í samfélaginu um þessi mál enda eru gífurlegir hagsmunir í húfi fyrir alla þá sem reiða sig á almannatryggingakerfið sér til framfærslu. Eins og gjarnan áður í hádegisspjallinu fáum við til okkar góða gesti sem þekkja vel til málefnisins. Að þessu sinni ætla þær Þuríður Harpa Sigurðardóttir formaður ÖBÍ og Rósa María Hjörvar formaður kjarahóps ÖBÍ að leiða umræðuna af stað. En eins og áður er það fyrst og fremst virk þátttaka spjallgesta sem leiðir umræðuna áfram.

Til hægðarauka fyrir eldhúsið er gott að fólk láti vita um mætingu í afgreiðslu Blindrafélagsins í síma 525 0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is.