Jóla Opið hús

Jóla Opna húsið verður í ár 21. desember. Húsið opnar 10:30 og hefst dagskráin klukkan 11:00. Fyrir matinn verður við í aðventuskapi. Séra Eiríkur Jóhannsson, prestur við Háleitiskirkju flytur hugvekju og við syngjum nokkur jólalög í samsöng undir stjórn Hlyns Þórs Agnarssonar. Um klukkan 12.00 verður barinn opnaður og framreitt hangikjöt með öllu tilheyrandi. Þegar allir eru orðnir vel nærðir tekur hljómsveitin Baggalútur við og senda okkur inn í jólin með sínum einstöku töktum.

Verðið inn á Opna húsið er 1.000 krónur og greiðist við skráningu. Hver félagsmaður getur tekið með sér tvo gesti, en geta óskað eftir að skrá fleiri á biðlista. Skráning er hafin á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 og póstfangið afgreidsla@blind.is. Minnum aftur á að greiða þarf fyrir miðana við skráningu, en henni lýkur á hádegi miðvikudaginn 18 desember.

Mætum öll í jólaskapi og njótum dagsins saman.

Jólakveðja,
Hjalti Sigurðsson, félagsmálafulltrúi.