Jóla Opið hús á laugardegi

Jóla Opið hús á laugardegi.

Blindrafélagið stendur fyrir Opnu húsi laugardaginn 16. desember nk. og hefst það að vanda kl. 11.00. Gestir Opna hússins að þessu sinni verða Elísabet Brekkan, Þorvaldur Friðriksson og hljómsveitin Baggalútur. Kl. 11.00 stígur á stokk Þorvaldur og Elísabet, þau ætla að skemmta gestum með léttum erindum. Að loknu erindi þeirra gefst gestum Opna hússins tóm til fyrirspurna. Um kl. 12.00 verður borið fram kalt hangikjöt með öllu tilheyrandi og kostar máltíðin aðeins 1000 kr. Að loknum hádegisverði mætir svo hljómsveitin Baggalútur. Þeir munu sjá um að koma öllum í jólaskap sem ætti að endast fram yfir þrettándann.
Allir eru velkomnir
Skráning er á skrifstofu Blindrafélagsins og síðasti skráningardagur er þriðjudaginn 12. desember. Sími skrifstofunnar er 525-0000, einnig má skrá sig á netfanginu steinunn@blind.is , 
Mætum nú sem flest og undirbúum jólin með því að hlýða á hjónakornin Þorvald og Elísabetu og njóta jólatónlistar að hætti Baggalúta.  

Kær kveðja,
Steinunn Hákonardóttir