Jóla Opið hús á laugardegi

Laugardaginn 10. desember mun Steinunn Helgu vera umsjónarmaður jóla Opins húss sem verður haldið í Hamrahlíð 17 í sal Blindrafélagsins. Dagskrá hefst kl. 11:00 með því að Vera Illugadóttir útvarpskona og rithöfundur heldur erindi sem fjallar um jólin í gamla daga. Klukkan 12:00 verður hangikjöt framreitt að hætti Kötlu, ásamt drykkjum sem eru, malt, appelsín, vatn. bjór, hvítt og rautt verður einnig á hóflegu verði. Klukkan 13:00 mæta í salinn hljómsveitin Baggalútur í 15 sinn sem er hefð í jóla Opna húsinu. Allir eru velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Skráning hefst fimmtudaginn 24. nóvember á skrifstofu Blindrafélagsins, í síma 525-0000 eða á afgreidsla@blind.is. Aðgangseyrir er kr. 2000 fyrir manninn og greitt við skráningu.