Jólabasar Blindrafélagsins!

Jólabasar Blindrafélagsins!

Tómstundanefnd stendur fyrir jólabasar þriðjudaginn 12. desember í Hamrahlíð 17 á annarri hæð og hefst hann kl. 15:00. Félagsmenn eru hvattir til að taka þátt með því að koma með handverk sín kökur, sultur, heklað verk, prjónað verk og málverk til að selja á basarnum.

Lilja Sveinsdóttir gefur allar upplýsingar í síma 867-5148,
Vonumst til að sem flestir taki þátt í jólastemmningunni.

Kær kveðja,
Tómstundanefnd,
Kaisu og Lilja.