Skemmtikvöld í Mexico

Skemmtinefndin auglýsir skemmtikvöld í Mexico, föstudaginn 26. október í sal félagsins í Hamrahlíð 17 á annarri hæð. Húsið opnar klukkan 17:00 og er fólk hvatt til að koma beint að vinnu lokinni og skemmta sér með okkur. Við ætlum að borða góðan mat, hafa smá spurningakeppni og hlusta á tónlist og kannski syngja smávegis saman. Skemmtanastjóri kvöldsins verður Sigþór Hallfreðsson, formaður félagsins. Kokkur kvöldsins er Jón Héðinn Kristinsson og hefst maturinn um klukkan 18:30. Tónlistargestir kvöldsins eru Hlöðver Smári Oddson og Friðrik Örn Sigþórsson úr hljómsveitinni Melophobia.

Verðið fyrir kvöldið er 2.500 kr. og er skráning hafin á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða með því að senda póst á netfangið afgreidsla@blind.is.

Matseðill kvöldsins: Taco þrenna.
Grænmetis taco: Bakað grasker, rauðkáls hrásalat og svartar baunir.
Kjúklingataco: Sítrus og kryddjurtalegin kjúklingalæri, pico de gallo og guacamole.
Nauta "barbacoa" taco: Hægelduð nautabringa, chipotlemayo og sýrður rauðlaukur.

Allir velkomnir með vini og vandamenn.

Bestu kveðjur.
Skemmtinefnd