Molar og Kaffi

Blindrafélagið og Sjónstöðin (ÞÞM) ætla að bjóða sjónskertu og blindu fólki að koma í kaffispjall á þriðjudögum og fimmtudögum í vetur milli 10:00 og 12:00.

Samveran verður í Hamrahlíð 17 á 2. hæð. 
Tilgangur samverunnar er fyrst og fremst að hitta aðra í svipaðri stöðu, deila reynslu og spjalla. Hægt verður að fá ýmsa fræðslumola ef vilji er fyrir hendi.

Starfsfólk Blindrafélagsins og Sjónstöðvar verða til staðar og hægt verður að fá aðstoð og stuðning.
Kaffi verður í boði og að spjalli loknu er hægt að skrá sig í mat á matstofu Blindrafélagsins.

Fyrsti spjallfundur verður fimmtudaginn 6. október nk. 
Ef óskað er meiri upplýsinga er velkomið að hafa samband við  Gunnar Már Óskarsson síma 525-0000 netfang: gmo@blind.is eða Maríu Hildiþórsdóttur í síma 545-5800 netfang: maria.hildithorsdottir@midstod.is