Opið hús á Akranesi

Þriðjudaginn 20. mars ætlum við að fara með dagskrá Opins hús upp á Akranes í samstarfi við félagsstarfs eldri borgara á Akranesi og Vesturlandsdeild Blindrafélagsins.

Lagt verður af stað frá Hamrahlíð 17 á rútu klukkan 13.00 og er áætlað að vera komin aftur tilbaka um klukkan 15.30. Ekkert þarf að greiða fyrir ferðina. Skráning er á skrifstofu Blindrafélagsins, í síma 525-0000 og í Opnu húsi hjá yfirumsjónarmanni.

Kv. Hjalti Sigurðsson