Opið hús á laugardegi

Laugardaginn 23. október n.k. verður opið hús í sal Blindrafélagsins í Hamrahlíð 17 milli klukkan 11:00 og 14:00. Valdimar Sverrisson félagsmaður Blindrafélagsins og uppistandari ætlar að koma til okkar og hrista aðeins upp í okkur með smá uppistandi, en að því loknu verður snæddur hádegisverður sem er ekki af verri endanum. Katla ætlar að elda handa okkur dýrindis lambafillet, sykurbrúnaðar kartöflur, kalda sósu og salat. Og svo auðvitað verður kaffi og súkkulaði sem ekki má vanta eftir matinn!

Hlynur Þór Agnarson, félagsmaður, kemur síðan og spilar fyrir okkur nokkur vel valin lög.

Vonumst til að sjá sem flesta þar sem loksins er komið að því að við getum hist aftur á laugardegi og haft gaman saman! Skráning er hafin á skrifstofu félagsins og í síma 525-0000. Kostar litlar 1.500 krónur og greitt er við skráningu. 
Skráningu lýkur þriðjudaginn 19. október.

Bestu kveðjur,
Lára Kristín