Páskagleði: Lambaskankar og söngur

Kæru félagar. Skemmtinefndin boðar til páskagleði föstudaginn 23. mars næstkomandi. Við ætlum að fá okkur lambaskanka með rjómasveppasósu og öllu tilheyrandi. Í eftirrétt er súkkulaðimús með rjómatopp. Það er Ottó kokkur sem mun elda fyrir okkur, en hann sá einmitt um kótelettukvöldið síðast sem var alveg meiriháttar. Veislustjóri kvöldsins er formaðurinn sjálfur, Sigþór U. Hallfreðsson og tónlistargestur kvöldsins er Hlynur Þór Agnarsson sem ætlar að spila fyrir okkur og koma okkur í stuð fyrir helgina.

Húsið og barinn opnar klukkan 17:00 og er því bara hentugt að mæta beint að vinnu lokinni, fá sér einn kaldann og snæða góðan mat í góðum félagsskap. Maturinn hefst klukkan 18:30. Verð fyrir kvöldið er 4.000 kr.

Skráning er hafin á skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða með að senda póst netfangið afgreidsla@blind.is. Vinsamlegast skráið ykkur fyrir lok miðvikudagsins 21. mars.

Allir velkomnir með vini og vandamenn.

Bestu kveðjur.
Skemmtinefnd – Baldur, Hannes, Ragnar, Tóti og Arna.