Tæknidagur og OrCam kynning

Það verður opinn tæknidagur í salnum okkar í Hamrahlíð 17, fimmtudaginn 12. desember næstkomandi. Vala Jóna Garðarsdóttir og Estella D. Björnsson verða með auka kynningu af OrCam myndavélinni fyrir þá sem misstu af fyrstu kynningu. Þeir sem vilja prófa OrCam myndavélina þennan dag mega gjarnan láta Völu og Estellu vita með að hringja í síma 545 5800 og koma til þeirra skilaboðum, eða senda þeim tölvupóst á midstod@midstod.is.

Við munum líka sýna Embluna, sem er íslenskt snjallsímaforrit sem gerir þér kleift að spyrja símann þinn spurninga á íslensku og fá svör á íslensku. Einnig verður kynning á nokkrum þróunarnýjungum fyrir Vefvarpið, en verið er að vinna að því að hægt verði að skanna inn bréf beint í Vefvarpið og fá það lesið af Vefvarpinu.

Ýmsir tæknisérfræðingar verða á staðnum til að aðstoða fólk með sín ýmsu tæki og er fólki velkomið að taka með sér tölvurnar sínar, spjaldtölvurnar eða tækin sín og fengið aðstoð á staðnum frá sérfræðingum.

Kynningarnar hefjast klukkan 15:00 í salnum og verða sérfræðingarnir á svæðinu til kl. 17:00.

Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Jafnréttisnefnd.