Þorrablót Blindrafélagsins

Þorrablót skemmtinefndar Blindrafélagsins verður haldið 4. febrúar í Hamrahlíð 17.

Húsið opnar kl.18:00 og hefst borðhald kl 19:00, veislustjóri verður Halla Dís Hallfreðsdóttir. Eftir matinn kemur Guðrún Árný söngkona sem ætlar að skemmta okkur og leiða söng. Friðrik og félagar sjá svo um tónlistina undir borðhaldi og fram eftir kvöldi. Boðið verður upp á óvenju flottan matseðil frá Guðmundi Hall.

Skráning fer fram í gegnum skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525-0000 eða á netfangið afgreidsla@blind.is. Greiða þarf við skráningu, verð 5.500 kr. á mann.

Skráningarfrestur er út 2. febrúar.

Hlaðborð með eftirtöldum réttum:
Þrjár tegundir síld, súrir hrútspungar, súr sviðasulta, ný sviðasulta, súr svínasulta, ný svínasulta, súr lundabaggi, súrir bringukollar, súr lifrapilsa, súr blóðmör, soðin svið, hangikjöt, heitt saltkjöt, gróf hrossabjúgu, heitur pottréttur, reyktur magáll, harðfiskur, rauðkál, smjör, flatkökur, rúgbrauð, hákarl, ítalskt salat, rófustappa, kartöflumús, grænar baunir, súr hvalur.

Hlökkum til að sjá ykkur öll.
Skemmtinefnd.