Vorferð Opins húss

Við endum starfsár Opins húss að vanda með vorferð. Vorferðin í ár verður föstudaginn 1. júní og lagt af stað frá Hamrahlíð 17 klukkan 13.00. Liggur leið okkar á Hvanneyri í Borgarfirði þar sem fólki gefst færi að skoða Landbúnaðarsafnið og Ullarsel, einnig munum við fá kaffi og meðlæti á knæpu staðarins. Frá Hvanneyri liggur leiðin á Hótel Glym þar sem við munum snæða tveggja rétta kvöldverð í fallegu umhverfi í Hvalfirðinum. Áætluð heimkoma í Hamrahlíð 17 er klukkan 19.00.

Maturinn á Hótel Glym kostar 4.900 krónur sem hver greiðir fyrir sig, enginn annar kostnaður fylgir þátttöku í ferðinni.

Stoppað verður á Akranesi bæði í upphafi ferðar og á leiðinni heim til að auðvelda félagsmönnum í Vesturlandsdeild þátttöku.

Skráning er hafinn á skrifstofu félagsins og í síma 525-0000 og lýkur henni fimmtudaginn 24. maí.

Kær kveðja,
Hjalti Sigurðsson