Vorferð Opins húss.

Árleg vorferð Opna hússins verður föstudaginn 24. maí. Ferðinni er heitið austur fyrir fjall og byrjum í Úthlíð í Biskupstungum þar sem við fáum kaffiveitingar og fáum að heyra um sögu staðarins. Við munum koma við í Friðheimum og kynna okkur það nýjasta sem þar er í boði áður en við förum á hótel Grímsborgir að snæða kvöldverð.

Kvöldverðurinn kostar 5.900 krónur á mann, annað er innifalið í ferðinni. Skráningar eru hafnar og standa til fimmtudagsins 16. maí á skrifstofu félagsins og í síma 525 0000.

Með kveðju,
Hjalti Sigurðsson.