Ungblind

Ungblind er vettvangur unga fólksins í Blindrafélaginu. Meginhlutverk Ungblind er fræðsla, félagsstarf, skemmtanir og jafningjastuðningur fyrir félagsmenn en Ungblind er ætluð blindum og sjónskertum einstaklingum á aldrinum 16-30 ára.

Ungblind stendur fyrir margs konar uppákomum, svo sem veitingahúsaferðum, innanhússskemmtunum og fræðslu af ýmsu tagi. Ungblind tekur þátt í erlendum samstarfsverkefnum, t.d. norrænum sumarbúðum blindra og sjónskertra ungmenna.

Stjórn Ungblind:
Sigríður Hlín Jónsdóttir, formaður
Áslaug Ýr Hjartardóttir
Helga Dögg Heimisdóttir
Íva Marín Adrichem

 Facebook hópur UngblindarInstagram Ungblindar