Opið hús

Opið hús er starfrækt  alla þriðjudaga og fimmtudaga yfir vetrartímann frá kl. 13:00 til 15:00 í húsi Blindrafélagsins að Hamrahlíð 17. 

Dagskrá Opna hússins samanstendur af upplestri, frásögnum, tónlistarflutningi og ýmsum öðrum skemmtiatriðum. Fastir umsjónarmenn sjá um dagskrána og fá til sín góða gesti.

Á 6 - 8 vikna fresti er efnt til Opins húss á laugardögum milli 11:00 og 14:00.  Þá er borinn fram hádegisverður og léttar veitingar. Þekktir einstaklingar koma oft í heimsókn og halda erindi eða fara með skemmtimál.

Þeir félagsmenn sem ekki hafa sótt Opið hús, en hefðu áhuga á að koma, geta sett sig í samband við skrifstofu félagsins og munu þá verða gerðar nauðsynlegar ráðstafanir til að taka á móti nýjum félögum. Síminn á skrifstofunni er 525 0000.

Varðandi frekari tímasetningar á Opnu húsi vísast í viðburðardagatalið.

Viðburðardagatal.