Bakhjarlar Blindrafélagsins sjóntryggðir

Á myndinni eru  Hjálmar Sigurþórsson og Viðar Guðmundsson frá TM , Sigþór U Hallfreðsson formaður Bl…
Á myndinni eru Hjálmar Sigurþórsson og Viðar Guðmundsson frá TM , Sigþór U Hallfreðsson formaður Blindrafélagsins, Kristinn Halldór Einarsson framkvæmdastjóri Blindrafélagsins og Margrét Pálsdóttir starfsmaður Blindrafélagsins.

Blindrafélagið og TM hafa gert með sér hópvátryggingarsamning fyrir bakhjarla Blindrafélagsins. Þeir einstaklingar sem gerast bakhjarlar félagsins verða sjálfkrafa tryggðir fyrir sjónmissi í kjölfar slyss að uppfylltum vátryggingar skilmálum . Vátryggingarupphæðin er 10 milljónir króna og er vísitölutryggð.    

Bakhjarlar Blindrafélagsins

Á bilinu 80–90% þeirra fjármuna sem Blindrafélagið þarf til að halda úti mikilvægri starfsemi og þjónustu þarf félagið að afla sjálft. Bakhjarlar Blindrafélagsins gegna þar mjög mikilvægu hlutverki . Að vera bakhjarl Blindrafélagsins felur það í sér að greiða reglulega tiltekna upphæð til félagsins. Hægt er að velja á milli fjögurra þrepa. Í fyrsta þrepi er greitt  sem nemur einu félagsgjaldi á ár (4000 kr)i, í öðru þrepi sem nemur tveimur félagsgjöldum, í þriðja þrepi sem nemur fjórum félagsgjöldum og í efsta þrepi er greitt félagsgjald mánaðarlega. Mismunandi hlunnindi fylgja hverju þrepi fyrir sig. Öll þrepin eiga það sameiginlegt að þeim fylgir sjóntrygging vegna slyss. 

Bakhjarlar Blindrafélagsins hafa rétt til að taka þátt í starfsemi félagsins og hafa þeir málfrelsi og tillögurétt á félagsfundum. Bakhjarlar félagsins eru kjörgengir til trúnaðarstarfa á vegum félagsins og hafa þá óskoraðan atkvæðisrétt á fundum stjórna og nefnda sem þeir eru kjörnir til setu í.

Frekari upplýsingar um bakhjarla og bakhjarlaskráningu.