Bilun og uppfærsla í Vefvarpinu

Bilun kom upp í Vefvarpi Blindrafélagsins, fimmtudaginn 30. September um kl. 14:00. Þetta er bilun sem kom upp í Hollandi á vefþjóninum sem sér um efnisveitu Blindrafélagsins. Ekki tókst að laga villuna hratt, en nú er búið að leysa vandamálið.

Það sem notendur þurfa að gera til að fá sín tæki aftur í gang er eftir farandi:

1: Kveikja á tækinu. Það byrjar að segja "Þessi liður er ekki í boði".
2: Leifa tækinu að vera í gangi í um það bil 1 mínútu.
3: Slökkva á tækinu og kveikja á því aftur.

Tækið ætti nú að virka aftur eins og vanalega.

Í næstu viku munum við senda út hugbúnaðaruppfærslu á öll Vefvarpstæki. Þegar notendur kveikja á tækjunum eftir að uppfærslan er send, munu þeir heyra skilaboðin „Þetta Vefvarp verður uppfært“. Það er mikilvægt að leyfa tækinu að vera í gangi á meðan það uppfærist. Uppfærslunni lýkur þegar þú heyrir tækið aftur segja „Velkomin í Vefvarp Blindrafélagsins“.

Við biðjumst velvirðingar á þessum truflunum.