Fara í leit

Stuðningur til sjálfstæðis

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, er samfélagslegt afl  – mannréttindasamtök -  sem berst fyrir að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu, innihaldsríku og ábyrgu lífi, og að þeim sé tryggður jafn réttur og jöfn tækifæri til ábyrgrar, virkrar og viðurkenndrar þátttöku í öllum þáttum samfélagsins.

Hlutverk Blindrafélagsins er að stuðla að því að blindir og sjónskertir einstaklingar geti lifað sjálfstæðu og innihaldsríku lífi og séu ábyrgir og virkir samfélagsþegnar.

Stuðningur til sjálfstæðis eru einkunnarorð félagsins.

Félagið hafi meðal annars eftirfarandi að leiðarljósi;

  • að gæta þess að blindir og sjónskertir njóti þeirra lífsgæða sem almennt eru talin eðlileg.
  • að stuðla að því að blindir og sjónskertir geti aflað sér menntunar og hafi atvinnu
  • að stuðla að því að blint og sjónskert fólk hafi aðgang að upplýsingum á því formi sem hentar
  • að efla samskipti blindra og sjónskertra með félagslífi og öflugu trúnaðarmannakerfi
  • að þrýsta á að opinberir aðilar og aðrir veiti blindum og sjónskertum þá þjónustu og endurhæfingu sem þeir þurfa á að halda og hafa aðhald á þá þjónustu sem veitt er
  • að hafa samstarf við erlend systursamtök og hagsmunasamtök fatlaðra hér á landi
  • að stuðla að rannsóknum í þágu blindra og sjónskertra
  • að stuðla að útgáfu og kynningu þannig að málefni blindra og sjónskertra séu öllum aðgengileg.