Hljóðbókasafn Íslands

Hlutverk Hljóðbókasafns Íslands er að sjá þeim sem ekki geta fært sér venjulegt prentað letur í nyt fyrir bókasafnsþjónustu með miðlun á fjölbreyttu safnefni, þar á meðal námsgögnum, í sem bestu samræmi við óskir og þarfir notenda.“ (IV kafli Bókasafnalaga nr. 150/2012)

Þessu hlutverki þjónar Hljóðbókasafn Íslands með stuðningi undanþágu í 19. grein Höfundalaga, nr. 73/1972, þar sem segir: „Heimil er eftirgerð og dreifing eintaka af verkum sem út hafa verið gefin þegar slík eintök eru sérstaklega ætluð til nota fyrir blinda, sjónskerta, heyrnarlausa, lestrarhamlaða eða aðra þá sem vegna fötlunar eiga erfitt með að lesa prentað mál".

Hljóðbókasafnið er til húsa á Digranesvegi 5 í Kópavogi og símanúmerið er 54 54 900.

Hljóðbókasafn Íslands