Fara í leit

Fréttir

Fyrirsagnalisti

30.09.2014 : Barist gegn og lifað með sjónskerðingu og blindu.

Þann 10. október næstkomandi býður Blindrafélagið, með stuðningi Blindravinafélags Íslands og í samstarfi við Augnlæknafélag Íslands, Lions á Íslandi og Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga, til ráðstefnu í tilefni af alþjóðlega sjónverndardeginum.Ráðstefnan verður haldin á Hótel Natura og hefst kl. 10:00 og lýkur um kl. 16:30.

Lesa meira

26.09.2014 : Kynningarfulltrúi heimsækir Ísafjörð.

Brynja Arthursdóttir, kynningarfulltrúi Blindrafélagsins, var í heimsókn á Ísafyrði og flutti erindi hjá Fræðslumiðstöð Vestfjarða með yfirskriftinni „Að umgangast blinda og sjónskerta“. 

Lesa meira

04.09.2014 : Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, gefur út 2. tölublað Víðsjár fyrir árið 2014.


Forsíða Víðsjár með mynd af frú Vigdísi FinnbogadótturTengill inn á Víðsjá upplesnu, í pdf sniði og í word.

Víðsjá er kynningarrit Blindrafélagsins og er því ætlað að auka þekkingu á högum blindra og sjónskertra  auk þess að veita innsýn í líf og starf félagsmanna. Viðsjá skipar lykilhlutverk í fjáröflunarmálum Blindrafélagsins en félagið þarf að afla 90% af tekjum sínum með eigin fjáröflunum til að standa undir nauðsynlegri starfsemi og þjónustu. 

Lesa meira

04.09.2014 : Styrktarsjóðurinn Stuðningur til sjálfstæðis auglýsir eftir styrkumsóknum

Stjórn Stuðnings til sjálfstæðis, styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi, auglýsir eftir styrktarumsóknum. Umsóknarfrestur er til 1. október 2014.  

Lesa meira