Sjónlýsing á landsleikjunum við Slóvakíu og Portúgal.

 

Ísland mætir Slóvakíu í undankeppni EM 2024 laugardaginn 17. júní.
Leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:45. Þriðjudaginn 20. júní mætir svo Ísland, Portúgal, leikurinn fer fram á Laugardalsvelli og hefst hann kl. 18:45.


Að frumkvæði KSÍ verður í fyrsta skipti á Íslandi boðið upp á sjónlýsingu fyrir blinda og sjónskerta vallargesti. Sjónlýsingin, sem er í raun og veru eins og útvarpslýsing, verður send út í lokuðu hljóðkerfi. Lýsandinn mun þá lýsa leiknum eins og hann kemur honum fyrir sjónir og hlustendur heyra lýsinguna í gegnum heyrnartól sem þeir fá úthlutað á vellinum.

Lýsendur verða Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson á Ísland - Slóvakía.
Einar Örn Jónsson mun hins vegar lýsa Ísland- Portúgal.

Samstarfsaðilar KSÍ eru Blindrafélagið og Samtök íþróttafréttamanna. Blindrafélagið hefur fengið úthlutað 20 miðum á hvorn leik. Þeir félagsmenn Blindrafélagsins sem hug hafa á að mæta á völlinn og fá sjónlýsingu setja sig í samband við skrifstofu félagsins í síma 525 0000 eða í gegnum afgreidsla@blind.is.