Leiðsöguhundadeildar hittingur

Fræðsla og fróðleikur

Leiðsöguhundadeild Blindrafélagsins verður með fund og fræðslu fimmtudaginn 16.maí kl. 16:30 í samkomusal Blindrafélagsins á annarri hæð í Hamrahlíð 17. Þjálfarar frá Kustmarkens sem eru samstarfsaðilar Sjónstöðvarinnar og Blindrafélagsins verða á fundinum og svara spurningum og halda áfram að leggja línurnar fyrir farsælu sambandi á milli leiðsöguhunda og notenda þeirra. Á fundinum verður sérstaklega farið yfir ábyrgð og skyldur notenda gagnvart hundunum. Spurningar eins og: hver ber ábyrgð á hverju og hvað þarf að hafa í huga varðandi hundinn þegar hann er ekki í vinnunni er dæmi um spurningar sem varið verður yfir. Eins eru notendur hvattir til að velta því fyrir sér hvað þeir myndu vilja fá útskýringar á og  það væri frábært ef allir væru búnir að ákveða spurningar fyrirfram til að fá sem mest út úr þessu. 
Allir leiðsöguhundanotendur er hvattir til að mæta og nýta sér áratuga reynslu þessa fagfólks.
Þeir sem sjá sér ekki fært að mæta en vilja vera með á stafrænan hátt eru hvattir til að gera ráðstafanir í þeim efnum með góðum fyrirvara til að koma í veg fyrir óþarfa vesen.

Ef það eru einhverjar spurningar má senda póst á keli@sjonstodin.is