Sjónlýsing í boði á landsleik Íslands og Bosníu og Hersegóvínu 11. september 2023

A landslið karla mætir Lúxemborg og Bosníu og Hersegóvínu í undankeppni EM 2024 dagana 8. og 11. september. Leikurinn gegn Lúxemborg fer fram í Lúxemborg klukkan 18:45. Leikur Íslands og Bosníu og Hersegóvínu fer fram á Laugardalsvelli klukkan 18:45. Leikirnir verða í beinni útsendingu á Stöð 2 sport. Ísland er með þrjú stig eftir fjóra leiki.

Ísland og Lúxemborg hafa mæst sjö sinnum áður þar sem Ísland vann fjóra sigra og þrír leikir fóru jafntefli. Ísland hefur einu sinni mætt Bosníu og Hersegóvínu, það var fyrri viðureign liðanna í undankeppni EM 2024 sem fór 3-0 fyrir Bosníu og Hersegóvínu.

Boðið verður upp á sjónlýsingu á leiknum fyrir félaga í Blindrafélaginu. Til að nýta þjónustuna þarf að skrá sig á skrifstofu Blindrafélagsins í síma 525 0000, eða senda póst á netfangið afgreidsla@blind.is.

Blindrafélagið hefur fengið nokkra boðsmiða á leikinn fyrir félaga og aðstoðarfólk. Skráið ykkur sem fyrst því takmarkaðir miðar eru í boði.