Bókmenntaklúbbur

Bókmenntaklúbbur Blindrafélagsins hefur verið starfræktur í fjöldamörg ár. Klúbburinn hittist kl 17:00 í Hamrahlíð 17, annan þriðjudag í hverjum mánuði yfir vetrartímann og hlustar á hljóðbækur frá Hljóðbókasafni Íslands sem að hlustendur velja í sameiningu. Allir félagsmenn eru velkomnir og sjálfsagt er að taka með sér gesti.

Varðandi frekari upplýsingar um hvenær klúbburinn hittist vísast í viðburðardagatalið.

Brynja Arthúrsdóttir er í forsvari fyrir Bókmenntaklúbbinn.

Viðburðardagatal.   Hljóðbókasafn Íslands