Vefvarp Blindrafélagsins

 

Mynd af Vefvarpi

Vefvarpið – talandi fjölmiðlun fyrir blinda og sjónskerta, er tæki sem opnar  gegnum nettengingu valfrjálsan aðgang að upplýsingum og efni fjölmiðla sem í dag eru að miklu leiti óaðgengilegir  blindu og sjónskertu fólki sem ekki er vel tölvulæst. Vefvarps tækið, sem kemur frá hollenska fyrirtækinu Solutions Radio, er einfaldur, talandi, gagnvirkur og auðstýranlegur nettengdur Daisy móttakari. (Digital Accessible Information System) Vefvarpið notast við íslensku talgervilsröddina Karl.

 

Hvað er hægt að hlusta á í gegnum vefvarpið?

Efni sem hægt er að hlusta á í gegnum vefvarpið er mjög fjölbreytt. Sumt er hægt að gera aðgengilegt án mikillar fyrrihafnar á meðan að annað krefst nokkurs undirbúnings og samstarfs við eigendur efnisins. Efni sem hægt er að hlusta á í gegnum vefvarpið er:

  • Efni frá Blindrafélaginu
  • Efni frá Þjónustu og þekkingarmiðstöðinni fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga
  • Hljóðbækur frá Hljóðbókasafns Íslands
  • Dagblöð, tímarit og vefmiðlar
  • Útvarpsstöðvar og hlaðvarp
  • Rauntímalestur sjónvarpstexta

Yfirlitsmynd yfir efni vefvarpsins

Dreifing á vefvarpinu.

Vefvarpinu er dreift í gegnum Þjónustu og þekkingarmiðstöðina fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga sem hjálpartæki án endurgjalds til þeirra sem komnir eru undir tiltekin sjónskerðingarmörk.

Þeir sem ekki uppfylla skilyrði um gjaldfrjálsa úthlutun eiga þess kost að leigja vefvarpstæki og fá aðgang að þjónustunni gegn vægu gjaldi. Frekari upplýsingar fást hjá Blindrafélaginu.

Leiðbeiningarbæklingur.

Leiðbeiningar fyrir Vefvarp á íslensku - PDF Skjal

Leiðbeiningar fyrir Vefvarp á ensku - PDF Skjal