1818 upplýsingaveita

Lögblindum félögum Blindrafélagsins sem eru í símaviðskiptum við Símann, Vodafone og Hringdu eiga þess kost að hringja frítt í upplýsingaveituna 1818. auk þess sem þeir geta fengið fría áframtengingu. Hver og einn á þess kost að skrá bæði fastlínu (heimasíma) og gsm síma, gsm síminn má þó ekki vera á frelsis reikningi.

Mjög mikilvægt er að tilkynna til skrifstofu Blindrafélagsins allar breytingar sem verða á kjörum félagsmanna hjá símafélaginu sínu og á það m.a. við ef  tekin eru pakkatilboð og afsláttarleiðir. Eins er mjög brýnt að tilkynna skrifstofu félagsins ef félagsmaður skiptir um símafélag. Verði slíkar breytingar ekki tilkynntar mun gjaldfrelsi þessara þjónustu falla niður.

Umsjón með þjónustu 1818 er á skrifstofu Blindrafélagsins og skulu allar breytinga tilkynntar til okkar í síma 525 0000 eða á netfangið blind@blind.is.