Samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks

Ísland undirritaði samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (CRPD) hinn 30. mars 2007 og fullgilti hann 23. september 2016, sbr. þingsályktun nr. 61 sem samþykkt var á 145. löggjafarþingi.
Markmið samningsins er að efla, verja og tryggja full og jöfn mannréttindi og grundvallarfrelsi fyrir allt fatlað fólk til jafns við aðra. 
Samningurinn er mikilvægasta réttarbót fatlaðs fólks og hefur Blindrafélagið beitt samningnum og einstökum greinum hans fyrir sig í hagsmunagæslu blinds og sjónskerts fólks.

Á vefsíðu Velferðarráðuneytisins má sjá upplýsingar um nýju þýðinguna, texta samningsins og upplýsingar um fullgildingarferlið

Sáttmálinn á vef ÖBÍ Sáttmálinn á vef stjórnarráðsins.