Almenn ráðgjöf

Á skrifstofu Blindrafélagsins starfar ráðgjafi á félagssviði sem er félagsmönnum til ráðgjafar og aðstoðar. Ráðgjafi Blindrafélagsins er Arnheiður Björnsdóttir.

Ráðgjafi á félagssviði tekur á móti nýjum félagsmönnum og aðstandendum þeirra og veitir þeim fræðslu um starfsemi félagsins og þau réttindi og aðstoð sem stendur þeim til boða.  

Þjónustu- og þekkingarmiðstöðin fyrir blint, sjónskert og daufblint fólk ber ábyrgð á að veita blindu og sjónskertu fólki félagsráðgjöf og sálfræðiþjónustu.

Þjónustu og þekkingarmiðstöðin.