Úthlutunarreglur Stuðnings til sjálfstæðis - Styrktarsjóðs Blindravinafélags Íslands og Blindrafélagsins, samtaka blindra og sjónskertra á Íslandi

1. grein

Tilgangur sjóðsins er að veita:

  1. Náms- ferða- og ráðstefnustyrki til fagfólks sem starfa með blindum og sjónskertum einstaklingum, eða vinna að hagsmunamálum þeirra.

  2. Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrki til félagsmanna Blindrafélagsins.

  3. Styrki til félagsmanna Blindrafélagsins til kaupa á hjálpartækjum.

  4. Styrki til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

Aftur upp

2. grein

  Sjóðsstjórn ber að hafa  skipulagskrá sjóðsins til hliðsjónar við úthlutun.

Aftur upp

 3. grein  

Styrkjum er úthlutað tvisvar á ári. Umsóknir skulu hafa borist Blindrafélaginu, Hamrahlíð 17, 105 Reykjavík, eigi síðar en 1.  apríl eða 1. október á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á heimasíðu Blindrafélagsins. Umsóknum verður svarað skriflega.

Aftur upp

4.  grein

Sjóðsstjórn skal ákveða árlega heildarupphæð styrkja í hverjum styrktarflokki. Sambærilegar upphæðir skulu koma til úthlutunar í hvorri úthlutun.

Aftur upp

 5. grein

  Styrkir eru greiddir út samkvæmt framvísuðum reikningum sem samþykktir hafa verið af stjórn sjóðsins. Reikningar skulu ekki vera eldri en tólf mánaða gamlir.

Aftur upp

6. grein

Umsækjendur skulu skila stjórninni skýrslu vegna þeirra viðburða og/eða verkefna sem þeir hlutu styrk til.

Aftur upp

7.grein

Um er að ræða 4 styrktarflokka: A,B,C og D og gilda sérstakar úthlutunarreglur fyrir hvern flokk.

 

Aftur upp

A - Náms- ferða- og ráðstefnustyrkir til fagfólks

A – 1 Námsstyrkir

A - 1.1 Fagfólk sem starfar með blindum og sjónskertum einstaklingum eða vinnur að hagsmunum þeirra getur sótt um styrkir til greiðslu kostnaðar sem hlýst af námi.

A – 1.2 Við meðferð umsókna er höfð hliðsjón af fyrra námi og starfsreynslu. Stjórnin leggur mat á námsáform umsækjenda og leitast við að velja umsækjendur með fjölbreyttan  bakgrunn.

A – 1.3 Gerður er samningur um styrkveitinguna  þar sem kveðið er á um réttindi og skyldur beggja samningsaðila. Í samningnum eru meðal annars ákvæði um skil á greinargerðum.

A - 2 Ferða- og ráðstefnustyrkir

A – 2.1 Fagfólk sem starfar með blindum og sjónskertum einstaklingum eða vinnur að hagsmunum þeirra getur sótt um styrkir til greiðslu kostnaðar vegna ferðalaga og ráðstefna.

A – 2.2  Við meðferð umsókna er höfð hliðsjón af:

  1. mikilvægi tilefnisins að mati yfirmanns umsækjanda og sjóðsstjórnar fyrir starf með blindum og  sjónskertum einstaklingum,

  2. fyrri styrkveitingum og greinagerðum umsækjenda,  

  3. möguleikum á styrkjum annars staðar frá.

 

Aftur upp

B - Náms-, ferða-, endurhæfingar- og ráðstefnustyrkir til félagsmanna Blindrafélagsins

 

B – 1 Námsstyrkir

Námsstyrkir til félagsmanna Blindrafélagsins eru veittir til greiðslu námsgjalda, að hluta eða öllu leiti. Heimilt er að veita námsstyrkina eftir að námsáfanga er lokið. Styrkir eru veittir til þeirra sem:

  1. leggja stund á endurmenntun til að bregðast við breyttum aðstæðum vegna sjónskerðingar,

  2. leggja stund á dýrt sérnám, svo sem tónlistarnám,

  3. ekki falla undir þessa flokkun ef  sýnt er fram á að styrkveiting geti skipt sköpum varðandi ástundun náms.

 

B – 2 Ferðastyrkir 

Ferðastyrkir eru veittir vegna náms- eða lækningaferða sem ekki eru greiddar af opinberum aðilum.Við meðferð umsókna er höfð hliðsjón af því hvort styrkir hafi áður verið veittir til samsvarandi verkefna. Stjórnin leggur mat á áform umsækjenda og áskilur sér rétt til að leita umsagnar þriðja aðila við matið.

 

B – 3 Endurhæfingarstyrkir 

Endurhæfingarstyrkir eru veittir einstaklingum sem þurfa að sækja sérhæfða endurhæfingu t.d. erlendis sem er nauðsynleg að mati fagaðila. Við meðferð umsókna er höfð hliðsjón af því hvort styrkir hafi áður verið veittir til samsvarandi verkefna. Umsókn skal fylgja umsögn fagaðila.

 

B – 4  Ráðstefnustyrkir 

Ráðstefnustyrki eru veittir vegna vinnu eða námstengdra ferðainnanlands eða erlendis.  Við meðferð umsókna er höfð hliðsjón af því hvort styrkir hafi áður verið veittir til samsvarandi verkefna. Stjórnin leggur mat á áform umsækjenda og áskilur sér rétt til að leita umsagnar þriðja aðila.

 

Aftur upp

C - Hjálpartækjastyrkir til félagsmanna Blindrafélagsins

C – 1 Hjálpartækjastyrir

Styrkir eru veittir til  kaupa á hjálpartækjum sem ekki er úthlutað af Þjónustu- og þekkingarmiðstöð fyrir blinda, sjónskerta og daufblinda einstaklinga eða af öðrum opinberum aðilum. Rétt til umsókna eiga félagsmenn Blindrafélagsins. 

C – 2 Tölvukaupstyrkir

Styrkir eru veittir til tölvukaupa í þeim tilgangi að jafna aðstöðumun þeirra sem þurfa hjálparbúnað í formi forrita sem tölvan þarf að geta keyrt og því þörf á öflugri og dýrari tölvubúnaði. 

C – 3 Upphæðir

Styrkir mega nema allt að 60% af kaupverði hjálpartækisins, þó að hámarki kr. 75.000 hver styrkur. Heimilt er að takmarka fjölda og upphæð styrkja til einstaklinga.

 

Aftur upp

D - Verkefnastyrkir

 

D – 1 Veittir eru styrkir til verkefna sem eru hagsmunum blindra og sjónskertra til framdráttar.

 

D – 2  Umsókn skal fylgja verkefnaáætlun sem sýnir verkáfanga ásamt fjárhagsáætlun þar sem fram kemur hvernig verkefnið verður að fullu fjármagnað.

 

Þessar úthlutunarreglur voru staðfest af stjórn Blindrafélagsins 15 desember 2011.