Happdrætti

Hausthappdrætti Blindrafélagsins 2019

Hægt að kaupa miða hér.

Glæsilegir vinningar:

Corolla Touring Sports Hybrid Active sjálfskipt, 5 dyra 1,8l, 4.690.000 kr.
Corolla Sedan Hybrid Active sjálfskipt, 4 dyra, 1,8l, 4.670.000 kr.
Corolla Hatchback Hybrid Active sjálfskipt, 5 dyra, 1,8l, 4.570.000 kr.
30 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti 500.000 kr.
60 ferðavinningar með leiguflugi frá Heimsferðum, hver að verðmæti 300.000 kr.
95 Samsung Galaxy S10 snjallsímar, hver að verðmæti 129.900 kr.
85 Samsung Galaxy TAB S6 WiFi spjaldtölvur, hver að verðmæti 119.900 kr.
85 gjafakort frá Smáralind, hvert að verðmæti 100.000 kr.

Alls 358 skattfrjálsir vinningar að verðmæti 75.912.000 kr

Dregið 9. desember 2019. 

Styðjum Má og Patrek í að komast á Ólympíumót fatlaðra í Tókýó 2020. 
Með því að kaupa miða í happdrætti Blindrafélagsins þá styrkir þú þessa flottu íþróttamenn.

Már Gunnarsson og Patrekur Andrés Axelsson eru báðir félagar í Blindrafélaginu, Már keppir í sundi og Patrekur í 100 og 200 m spretthlaupum. Að mati forustumanna Íþróttasambands fatlaðra eiga þeir báðir góða möguleika á að vinna sér inn keppnisrétt á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó 2020, að því gefnu að þeim séu skapaðar góðar aðstæður til að æfa og keppa og að þeir leggi hart að sér. 

Blindrafélagið mun styrkja Má Gunnarsson og Patrek Andrés Axelsson í gegnum Íþróttasamband fatlaðra um eina milljón á ári á tímabilinu 2018-2020, samtals þrjár milljónir, til að mæta kostnaði við æfingar og undirbúning fyrir þátttöku þeirra fyrir hönd Íslands í Paralympics í Tókýó 2020

Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra á Íslandi, fjármagnar starfsemi sína að langmestu leyti með sjálfsaflafé. Með því að kaupa happdrættismiða, tekur þú virkan þátt í að styðja blinda og sjónskerta einstaklinga á öllum aldri til sjálfstæðis og stuðlar þannig að auknum lífsgæðum þeirra og um leið betra samfélagi.