Aðgengismál

Áherslur Blindrafélagsins í aðgengismálum eru í aðalatriðum tvíþættar.

Aðgengi að rafrænum upplýsingum og þjónustu, þar sem áhersla er lögð á að auka vitund, umsjónaraðila og framleiðenda vefsíðna og annarra rafrænnar upplýsingagjafar og þjónustu, fyrir mikilvægi þess að blint og sjónskert fólk hafi fullan aðgang að rafrænum upplýsingum og þjónustu í gegnum þar til gerðan hjálparbúnað.

Umferlis-aðgengi þar sem áhersla er lögð á algilda hönnun í manngerðu umhverfi og sjónum jafnframt beint að slysagildrum og hindrunum fyrir blint og sjónskert fólk og lausnum sem auðvelda blindu og sjónskertu fólki að athafna sig á sjálfstæðan máta.