Styrktarsjóður Richards og Dóru - Skipulagsskrá

Skipulagsskrá Styrktarsjóðs Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur 

 1. GR.   HEITI SJÓÐSINS, STOFNUN OG VARSLA
 Sjóðurinn heitir Styrktarsjóður Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur.  Hann er stofnaður 15. maí 2012 með erfðafé sem Blindrafélaginu var ánafnað í erfðaskrá eftir Dóru Sigurjónsdóttur, kt. 070820-2189. Heimili og varnarþing sjóðsins er í Reykjavík. Sjóðurinn er í vörslu Blindrafélagsins, kt. 470169-2149, í Reykjavík. 

2.  GR.   TILGANGUR  SJÓÐSINS
Tilgangur sjóðsins er að styrkja blint fólk á aldrinum 16 til 25 ára gamalt og/eða mennta fólk í þágu blindra og blinduvarna.

GR.  STOFNFRAMLAG  SJÓÐSINS
Stofnframlag sjóðsins (andvirði Laugarásvegar 44, Reykjavík)  er erfðafé úr dánarbúi Dóru Sigurjónsdóttur  (07.08. 1920 - 31.05.2010),  samtals kr. 54.200.000, kr.  – fimmtíu og fjórar  milljónir og tvö hundruð þúsund krónur.  

Tuttugu og fimm milljónum króna var ráðstafað til kaupa á talgervli og var það talið rýmast innan tilgangs sjóðsins, þar sem talgervillinn hjápar blindu fólki til að mennta sig.

Eftir standa í sjóðnum kr. 29.200.000  - Tuttugu og níu milljónir og tvö hundruð þúsund krónur-.

4.  GR.  ÁVÖXTUN SJÓÐSINS OG REIKNINGSÁR
Sjóðinn skal ávaxta á hagkvæmastan hátt á hverjum tíma og skal fjármunum sjóðsins haldið sérgreindum á sér reikningi. Við ávöxtun sjóðsins skal forðast að taka áhættu sem gæti haft neikvæð áhrif á tilgang sjóðsins.

Reikningsár sjóðsins skal vera almanaksárið. Reikningar sjóðsins skulu endurskoðaðir af endurskoðanda Blindrafélagsins og þeir birtir með sama hætti og aðrir reikningar þess.

Reikningstímabilið er almanaksárið. Fyrsta reikningstímabilið er frá stofnun sjóðsins til næstu áramóta.

5 GR.  SJÓÐSSTJÓRN OG SKIPUN HENNAR
Sjóðnum skal skipuð sérstök sjóðsstjórn sem kemur saman þegar þörf krefur en þó hið minnsta einu sinni á ári. Stjórnin skal skipuð til 5 ára og miðast kjörtímabilið við almanaksárið nema fyrsta kjörtímabil stjórnar, sem er frá stofnun sjóðsins til ársloka 2016.

Stjórnina skulu skipa þrír fulltrúar: einn tilnefndur af stjórn Blindrafélagsins, tveir tilnefndir af forstöðumanni augnlækninga við læknadeild Háskóla Íslands, annar frá augndeild Landspítala og hinn frá læknadeild Háskóla Íslands og skal hann vera formaður sjóðsstjórnar. Stjórnarstörf eru ólaunuð.

Hlutverk sjóðsstjórnar er að annast úthlutun styrkja. Sjóðstjórn ber að halda formlega fundagerðarbók um starf sitt og skal afrit af fundargerðum skilað til stjórnar Blindrafélagsins og til deildarforseta læknadeildar Háksóla Íslands.

6. GR.  ÚTHLUTUNARREGLUR
Styrki skal veita úr sjóðnum einu sinni á ári og skulu þeir auglýstir opinberlega eða á annan þann hátt sem stjórnin telur fullnægjandi. Stjórninni er heimilt að hafna umsóknum, sem hún telur ekki fullnægja skilyrðum til úthlutunar.

Heimilt er að úthluta árlega úr sjóðnum allt að tveimur milljónum króna, sem getur undir sérstökum kringumstæðum verið hærri fjárhæð, ef stjórn sjóðsins er því sammála. Úthlutun skal miðast sem næst við 7. ágúst ár hvert. Öll stjórn sjóðsins verður að vera sammála um styrkveitingarnar.

Ekki er skylt að úthluta árlega úr sjóðnum

7. GR.  SAMEINING  VIÐ AÐRA SJÓÐI
Heimilt er að sameina sjóðinn öðrum sjóði með samskonar eða hliðstæðan tilgang, en til þess þarf samþykki allra stjórnarmanna. Verði sjóðurinn sameinaður öðrum sjóði þarf sérstaklega að geta stofnenda þessa sjóðs, Richards P. Theodórs og Dóru Sigurjónsdóttur, í skipulagsskrá þess sjóðs. 

Skipulagsskráin er samþykkt í Reykjavík, 21. nóvember  2012.

Hafsteinn Hafsteinsson hrl                                        Guðmundur Þorgeirsson

skiptastjóri í dánarbúi                                                deildarforseti

Dóru Sigurjónsdóttur                                                 læknadeildar Háskóla Íslands

 

 

F.h. Blindrafélagsins

Ólafur Haraldsson

framkvæmdastjóri